11.5.2008 | 15:34
Nostalgía
Ég er dottin í Alice in chains og það er engin leið út. Allavega ekki á næstunni. Ég geri það reglulega að "endurlífga" gamla tónlist síðan ég var unglingur og finnst það alltaf jafn skemmtilegt. Það var líka alveg ótrúlega mikið um góða tónlist á þessum tíma. Best fannst mér þegar Infusoria (seinna Sororicide) unnu músíktilraunir og allt í einu var í tísku að hlusta á dauðarokk. Það var æði og þá var ég unglingur... Good times.
Læt hér fylgja eitt myndband með Alice in Chains bara aþþí mig langar...
Njótið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2008 | 18:51
Krumpufólkið
Ég man vel eftir þessum þáttum, en var alltaf meiri Melrose place aðdáandi. Endurkoma þessara þátta er samt hlægileg. Eru ekki til miljón og sjö þættir um ríka fólkið í ammríku sem sefur hjá öllum, setur sig í 1sta, annað og 3ja sæti, er alki einn daginn, dópisti hinn og engill þann 3ja
Þau ættu með réttu öll að vera orðin eitthvað krumpuð núna en það er náttúrulega ekki til í Hollywood. Ég væri til í að sjá þætti með þeim þegar þau eru öll komin á elliheimili... Það gæti orðið spennandi
Leikarar Beverly Hills 90210 áhugasamir um framhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 02:43
Tónleikar
Fór á tónleika í kvöld með Dúndurfréttum, Eiríki Haukssyni og Ken Hensley. Þessir tónleikar voru alveg geggjaðir og bestu tónleikar sem ég hef farið á síðan ég fór á Zappa plays Zappa. Stemmningin var ólýsanleg og ég söng hástöfum allan tímann. Fór síðan í partý á eftir og hélt áfram að syngja. Ekki leiðinlegt. Eftir partýið fór ég til mömmu og pabba og söng fyrir þau vögguvísur,,, Þursaflokkinn, meira Uriah Heep, Villa Vil og svona ýmislegt annað
Ég er náttúrulega alveg stórkostleg söngkona,,, alveg á heimsmælikvarða... Svona miðað við aldur og fyrri störf allavega
Frábært kvöld og Oddrún pínu í glasi, sem gerist ekki oft. Ég elska ykkur öll. Svo átti ég ammæli á þriðjudaginn VEIII.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 01:09
Nýr sími
Ég var að fá mér nýjan síma, Nokia 7373... alveg ótrúlega sætur. Keypti hann í Vodafone og fékk hann fullhlaðinn, frábær þjónusta og svo setti hún öll símanúmer úr gamla símanum yfir fyrir mig svo ég þurfti ekki að föndra við það sjálf. Sparar manni ótrúlega mikinn tíma. Ég var samt pínu spæld yfir að geta ekki fengið hann bleikann. Ég elska bleika síma,,, elska reyndar allt bleikt
Ég ætlaði nú að kaupa mér símann í farsímalagernum. Fór á heimasíðuna sem sagði farsímalagerinn vera staðsettann í Miðhrauni í Garðabæ. Ég þangað og keyrði fram og til baka en fann ekkert. Fór þá inn í 66 norður og stúlka þar sagði mér að hún hefði lent í þessu sama, að leita en fann ekki og hún hafði komist að því að þeir væru ekki lengur í Miðhrauninu, en þeir væru ennþá í Firðinum og Smáralindinni. Frábær þjónustulund á þessum bænum. Ég hringdi þá í 118 og bað þá um að gefa mér samband við Farsímalagerinn en obbobobb,,, síminn lokaður hjá þeim
Glætan að ég nenni að púkka upp á svona lið. Uppfæra ekki heimasíðuna sína og síminn lokaður hjá þeim!!! Hvurslags andsk... bjánaskapur er þetta? Ég þoli ekki svona. Enda ákvað ég að eltast ekki við þá meir og fór í Vodafone. Mjög ánægð með þjónustuna þar
Annars ætla ég að njóta þess að eiga frídag á morgun og þvo þvott. Það er náttúrulega alveg ótrúlega gaman. Ég elska að þvo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 22:40
Urrr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 20:33
Súperstar
Loksins, loksins. Ég keypti mér loksins miða á Súperstar. Er að fara á laugardagskvöldið með Ólöfu, mömmu og Björgu. Þetta verður svona stelpuferð, við ætlum að fá okkur eitthvað létt að borða fyrir sýninguna og ég hlakka mikið til. Annars er ég svo léleg að þetta er fyrsta leikhúsferðin mín í vetur. Ég hef aldrei verið svona léleg að fara í leikhús áður. Verð að bæta úr því og næsta vetur ætla ég að vera alveg ógeðslega dugleg að fara á leiksýningar.
Núna er friends kvöld hjá okkur Ólöfu. Ég er að borða böggles (þetta gamla góða) og hún er að borða ostastjörnur.
Hurru,,, vitiði hvað,,, ég var að flísaleggja hjá mér. Hvítar inni á baði og yndislegar eighties svart/hvitar taflborðs flísar inni í eldhúsi. Passa alveg ótrúlega vel við bleiku nælon gardínurnar mínar. Ég eeeeelska þær. Það er að verða svo fínt hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008 | 23:40
Veðurhorfur næstu daga... (mánuði,, ár)
Það mun snjóa fullt, svo rignir áður en það snjóar meira. Svo frýs allt og verður ógeðslega kallt alveg ógeðslega lengi. Svo hlýnar og snjóar pínu helling í viðbót,,, svo mikið að þú þarft að vera með kúst í bílnum, kraftgalla, vaðstígvél, lambhúshettu og nokkra vettlinga. Svo frýs allt draslið aftur, hlýnar, snjóar FULLT osfrv osfrv osfrv.
Er það skrítið að mar nenni engu þessa dagana?
Þetta er ömurlegt,,, ég er komin með ógeð af vetrinum og ég er alveg viss um að sumarið verður kalt, blautt og vindasamt. Þetta er skítalíf og er ekkert að skána.
Til að toppa allt saman sendum við út í júrovisjon enn aðra andskotans þvæluna,,, sykursætt júróælulag sem hljómar eins og miljón önnur sykursæt júróælulög... PJAKK
Ég hefði viljað senda Dr. Spock út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2008 | 23:06
Jesus christ superstar
Mig langar mikið að fara. Er mjög dugleg að fara á þá tónleika sem mig langar að fara á og það skiptir mig engu hvað kostar á þá, en því miður er ég ekki eins dugleg að fara í leikhús. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í leikhús á súperstar eða á tónleika með Þursaflokknum,,, mundi svo eftir því að ég er búin að kaupa mér miða á Þursaflokkinn svo ég er að spá í að skella mér bara líka á súperstar. Langar mikið að sjá Krumma sem jesú en langar mest að sjá hann Bjarna minn sem Pétur.
Annars er ég búin að vera á þú-túbu núna í mest allt kvöld að skoða mismunandi útgáfur af súperstar. Margar skondnar en mest var ég þó að bera saman gömlu góðu myndina frá 1973 og nýrri Áströlsku útgáfuna frá árinu 2000. Einnig var ég að bera saman jesú sjálfan frá '73, 2000 og Ian Gillan jesúinn. Besta lagið fyrir þennan samanburð er að mínu mati Gethsemane en þar syngur jesú svo fallega upp í rassgatið.
Ég er buin að ákveða hvað mér finnst best...
Hvað finnst ykkur, endilega tjáið ykkur um þetta.
bleble, Oddrúnin
Bloggar | Breytt 11.1.2008 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.1.2008 | 00:25
Ahahahahahahaha....
Lítri af óblönduðum vodka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2007 | 19:47
Gleðileg jól
Bloggar | Breytt 31.12.2007 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Oddrúnin
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar