Haustið og fylgifiskar þess

Nú er komið haust í allri sinni dýrð. Haustið er uppáhalds árstíðin mín því þá finnst mér allt einhvern veginn lifna við. Hjá mér eru það þó aðallega fundir og þvíumlíkt. Forstöðumannafundir, starfsmannafundir, rekstraráætlun, starfsáætlun og svona mætti lengi telja upp. Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Það er alltaf nóg að gera á haustin og engin hætta á að manni leiðist.

Hjá Ólöfu eru það tómstundirnar. Hún fer í píanótíma einu sinni í viku, kór 2svar í viku og veggjaklifur 2svar í viku. Síðastliðinn vetur var það handbolti en hún fórnaði honum fyrir klifrið. Ég var nú frekar súr síðastliðinn vetur þegar hún hætti í ballett og byrjaði að æfa handbolta en þessu stjórna ég víst ekki. 

Það er nú búið að vera dásamlegt veður síðustu daga, en hvað er málið með þennan kulda í morgun??? Mér er spurn. Ekki pantaði ég þetta!!

Þarna komum við að öðru sem fylgir haustinu, en það eru pestir!!! Alltíeinu er orðið kallt og þá stjórna H-in 3, hnerri - hósti - hor. Ég er búin að fá snert af hori, slatta af hnerri og nú er hóstinn kominn í bullandi fílíng. Ólöf er að byrja á þessum ósóma líka og við erum frekar orðnar pirraðar á þessu. Ég var vöknuð klukkan 5 í morgun, hóstandi út í eitt og Ólöf svo stífluð að hún hrýtur eins og fýsibelgur GetLost

En nóg er komið að kvarti. lítum bara út um gluggann (mér dettur ekki í hug að segja ykkur að fara út því það er svo kallt) og njótið fegurðarinnar. Laufin komin í haustskrúðann og allt eitthvað svo töfrandi fallegt.

Ætli ég endi þennan pistil ekki bara á að segja gleðilegt haust, afþví mér finnst það viðeigandi.

 

Bleble, Oddrúnin.


Seðilgjöldum...

... hefur af sumum verið breytt í tilkynningargjald. Nefni engin fyrirtæki því ég er svo siðprúð og góð stúlka sem slúðra ekki. En þessu hef ég tekið eftir á allavega einum reikningi sem ég fæ einu sinni í mánuði. Þeir hættu að rukka fyrir seðilinn en fóru hins vegar að rukka fyrir það að tilkynna mér um reikninginn... SPES!!!
mbl.is Seðilgjöld ólögmæt án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Start me up

Ég er búin að vera með þetta lag á heilanum í marga daga. Spurning hvort hann Mikki eigi ennþá þennan dásamlega fjólubláa bol og hvort hann komist þá í hann. Elska það hvað Stones myndböndin eru alltaf svona borderlæn hallærisleg.

 


Brandari í tilefni dagsins

Var að fara í gegnum tölvuna mína og fann þennan brandara þar,,, var búin að steingleyma honum. Mér finnst hann alveg frábær og varð að deila honum með ykkur.

Njótið Wink

A mother had 3 virgin daughters. They were all getting married within a short time period. Because Mom was a bit worried about how their sex life would get started, she made them all promise to send a postcard from the honeymoon with a few words on how marital sex felt.
The first girl sent a card from Hawaii two days after the wedding. The card said nothing but "Nescafe". Mom was puzzled at first but then went the kitchen and got out the Nescafe jar. It said: "Good till the last drop." Mom blushed, but was pleased for her daughter.
The second girl sent the card from Vermont a week after the wedding, and the card read: "Benson & Hedges". Mom now knew to go straight to her husband's cigarettes, and she read from the Benson & Hedges pack: "Extra Long. King Size". She was again slightly embarrassed but still happy for her daughter.

The third girl left for her honeymoon in the Caribbean. Mom waited for a week, nothing. Another week! went by and still nothing. Then after a whole month, a card finally arrived. Written on it with shaky hand writing were the words "British Airways". Mom took out her latest Harper's Bazaar magazine, flipped through the pages fearing the worst, and finally found the ad for British Airways. The ad said: "Three times a day, seven days a week, both ways." Mom fainted

 


Wonderful tonight

Tónleikarnir voru fínir fyrir utan það að maður þurfti að standa allann tímann. Ég mun seint skilja þessa áráttu íslendinga að láta fólk standa á svona löngum tónleikum og ég tala nú ekki um að láta mann borga meira fyrir það eitt að vera nær sviðinu en þurfa samt að standa. Fyrri hluti tónleikanna fór í að kynna nýju plötuna, sá partur átti nú frekar heima á huggulegum blúsbar. Seinni hlutinn var miklu betri og þá fékk maður útrás fyrir söng og dill þörfinni. Það var krúttlegt að sjá þegar hann söng Wonderful tonight að þá tóku 90% karlmanna utan um konur sínar og knúsuðu þær... allir nema pabbi sem virtist snúa baki í mömmu þegar þetta lag kom. Ég minntist á þetta við hann eftir tónleikanna að þetta hefði verið frekar púkó en þá benti Björg systir mér á að hann hefði nú knúsað hana og kysst alveg fullt þó þetta tiltekna lag hefði sloppið knúslaust í gegn. Honum er þá fyrirgefið en lagið verður að fá að fylgja færslunni. Enda undurfagur texti.

 


Clapton...

.. eftir 5 daga...

 

 


Rétt rúm vika...

... í Clapton Smile

 

 

Ég hlakka mikið til 


Gaaarg...

Það er kominn draugur í bloggið mitt... spúkí Alien

Forsíðan eikkva að breyta sér... og breyta sér svo aftur í eikkva annað Woundering


Sumarfrí

Jamm þá er ég komin í sumarfrí. Ætla mér nú ekki að ferðast meira en þá helst upp í sumarbústað. Langar bara að njóta þess að geta legið í leti og lesið bækur út í hið óendanlega. Ég er búin með 4 Shopaholic bækur og get vel mælt með þeim,,, er nokkrum sinnum næstum búin að pissa í mig úr hlátri Blush  Svo las ég bókina Kona fer til læknis eftir Ray Kluun sem er líka alveg frábær  og miskunarlaus bók sem allir hafa gott af að lesa. Hún hreinsar líka svo vel ennis- og nefholur, sérstaklega síðasti kaflinn. Hún er fljótlesin svo um að gera að grípa sér eintak á næsta bókasafni eða í kilju á næstu bensínstöð eða bókabúð. Ég var ekki nema eina kvöldstund með hana (er reyndar frekar fljót að lesa). Svo er ég að byrja núna á Stormi eftir Einar Kárason. Læt ykkur vita hvernig hún verður Wink

Jæja,,, ég er farin að gera ekki neitt án þess að fá samviskubit Tounge


Hugsa til hægri

Ég var að fatta það að ég hugsa til hægri. Ég var að lesa bók um daginn og í henni gekk ein söguhetjan áfram með sjóinn sér á vinstri hönd og einhvern fjallagarð á hægri,,, þetta var mér lífsins ómögulegt svo ég þurfti að breyta þessu í höfðinu mínu. Þegar ég les bækur sé ég heiminn ekki útfrá sjónarhorni aðalsögupersónunnar heldur er ég áhorfandi,,, svona líkt og þegar ég horfi á sjónvarp. Ég horfi semsagt á hluti gerast frá vinstri til hægri, fyrir framan mig en ekki framfyrir mig og mér er lífsins ómögulegt að breyta þessu. Ég er mikið búin að reyna en það er bara ekki hægt... Ég missi þráðinn og get ekki einbeitt mér að því sem er að gerast í sögunni því ég er alltof upptekin af því að snúa henni við Woundering

Hvernig lest þú??? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Oddrúnin

Höfundur

Oddrún
Oddrún
Jammm. Hér er ég.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Siggi obbolega alfarlegur með húfuna góðu
  • Oddrún og Soffía að krumpast
  • Soffía að krumpast
  • Oddrúnin að bíða eftir matnum
  • Ísak að krumpast með húfuna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband