Haustið og fylgifiskar þess

Nú er komið haust í allri sinni dýrð. Haustið er uppáhalds árstíðin mín því þá finnst mér allt einhvern veginn lifna við. Hjá mér eru það þó aðallega fundir og þvíumlíkt. Forstöðumannafundir, starfsmannafundir, rekstraráætlun, starfsáætlun og svona mætti lengi telja upp. Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Það er alltaf nóg að gera á haustin og engin hætta á að manni leiðist.

Hjá Ólöfu eru það tómstundirnar. Hún fer í píanótíma einu sinni í viku, kór 2svar í viku og veggjaklifur 2svar í viku. Síðastliðinn vetur var það handbolti en hún fórnaði honum fyrir klifrið. Ég var nú frekar súr síðastliðinn vetur þegar hún hætti í ballett og byrjaði að æfa handbolta en þessu stjórna ég víst ekki. 

Það er nú búið að vera dásamlegt veður síðustu daga, en hvað er málið með þennan kulda í morgun??? Mér er spurn. Ekki pantaði ég þetta!!

Þarna komum við að öðru sem fylgir haustinu, en það eru pestir!!! Alltíeinu er orðið kallt og þá stjórna H-in 3, hnerri - hósti - hor. Ég er búin að fá snert af hori, slatta af hnerri og nú er hóstinn kominn í bullandi fílíng. Ólöf er að byrja á þessum ósóma líka og við erum frekar orðnar pirraðar á þessu. Ég var vöknuð klukkan 5 í morgun, hóstandi út í eitt og Ólöf svo stífluð að hún hrýtur eins og fýsibelgur GetLost

En nóg er komið að kvarti. lítum bara út um gluggann (mér dettur ekki í hug að segja ykkur að fara út því það er svo kallt) og njótið fegurðarinnar. Laufin komin í haustskrúðann og allt eitthvað svo töfrandi fallegt.

Ætli ég endi þennan pistil ekki bara á að segja gleðilegt haust, afþví mér finnst það viðeigandi.

 

Bleble, Oddrúnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oddrúnin

Höfundur

Oddrún
Oddrún
Jammm. Hér er ég.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Siggi obbolega alfarlegur með húfuna góðu
  • Oddrún og Soffía að krumpast
  • Soffía að krumpast
  • Oddrúnin að bíða eftir matnum
  • Ísak að krumpast með húfuna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband