Veðurhorfur næstu daga... (mánuði,, ár)

Það mun snjóa fullt, svo rignir áður en það snjóar meira. Svo frýs allt og verður ógeðslega kallt alveg ógeðslega lengi. Svo hlýnar og snjóar pínu helling í viðbót,,, svo mikið að þú þarft að vera með kúst í bílnum, kraftgalla, vaðstígvél, lambhúshettu og nokkra vettlinga. Svo frýs allt draslið aftur, hlýnar, snjóar FULLT osfrv osfrv osfrv.

 

Er það skrítið að mar nenni engu þessa dagana?

Þetta er ömurlegt,,, ég er komin með ógeð af vetrinum og ég er alveg viss um að sumarið verður kalt, blautt og vindasamt. Þetta er skítalíf og er ekkert að skána.

 

Til að toppa allt saman sendum við út í júrovisjon enn aðra andskotans þvæluna,,, sykursætt júróælulag sem hljómar eins og miljón önnur sykursæt júróælulög... PJAKK Sick

Ég hefði viljað senda Dr. Spock út Woundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Oddrún mín, verst að ég trúi veðurspánni þinni allt of vel, og ég nenni heldur engu. Nýkomin frá Kanarí, brún og sælleg, og svo þetta! Ömurlegt lag sem sent verður til Serbíu, ég hef haldið með Hó, hó, hó mjög opinskátt, það er svo dásamlega fyndið og fallegt, en frelsaðist til Dr. Spock á laugardaginn. Allt nema Eurobandið reyndar. Sökkar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Oddrún

Ég er þó bara búin að vera í skítaveðrinu,,, held að ég væri miklu ósáttari ef ég væri að koma úr sólinni í viðbjóðinn... Þess vegna á fólk ekkert að vera að fara til sólarlanda, það verður bara vonsvikið þegar það kemur heim aftur

Annars er ég fyrir miklu meiri vonbrigðum með júróvisjón heldur en veðrið,,, þó hvort tveggja hafi verið fyrirsjáanlegt

Oddrún , 5.3.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oddrúnin

Höfundur

Oddrún
Oddrún
Jammm. Hér er ég.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Siggi obbolega alfarlegur með húfuna góðu
  • Oddrún og Soffía að krumpast
  • Soffía að krumpast
  • Oddrúnin að bíða eftir matnum
  • Ísak að krumpast með húfuna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 298

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband