27.3.2008 | 20:33
Súperstar
Loksins, loksins. Ég keypti mér loksins miða á Súperstar. Er að fara á laugardagskvöldið með Ólöfu, mömmu og Björgu. Þetta verður svona stelpuferð, við ætlum að fá okkur eitthvað létt að borða fyrir sýninguna og ég hlakka mikið til. Annars er ég svo léleg að þetta er fyrsta leikhúsferðin mín í vetur. Ég hef aldrei verið svona léleg að fara í leikhús áður. Verð að bæta úr því og næsta vetur ætla ég að vera alveg ógeðslega dugleg að fara á leiksýningar.
Núna er friends kvöld hjá okkur Ólöfu. Ég er að borða böggles (þetta gamla góða) og hún er að borða ostastjörnur.
Hurru,,, vitiði hvað,,, ég var að flísaleggja hjá mér. Hvítar inni á baði og yndislegar eighties svart/hvitar taflborðs flísar inni í eldhúsi. Passa alveg ótrúlega vel við bleiku nælon gardínurnar mínar. Ég eeeeelska þær. Það er að verða svo fínt hjá mér.
Um bloggið
Oddrúnin
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að taka mig sem bloggvin hafðu ljúfan sunnudag
Brynja skordal, 30.3.2008 kl. 10:51
Sömuleiðis,,, tiltektarsunnudagur á þessum bænum. Það er vor í lofti
Oddrún , 30.3.2008 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.