Nýr sími

Ég var að fá mér nýjan síma, Nokia 7373... alveg ótrúlega sætur. Keypti hann í Vodafone og fékk hann fullhlaðinn, frábær þjónusta og svo setti hún öll símanúmer úr gamla símanum yfir fyrir mig svo ég þurfti ekki að föndra við það sjálf. Sparar manni ótrúlega mikinn tíma. Ég var samt pínu spæld yfir að geta ekki fengið hann bleikann. Ég elska bleika síma,,, elska reyndar allt bleikt Joyful

Ég ætlaði nú að kaupa mér símann í farsímalagernum. Fór á heimasíðuna sem sagði farsímalagerinn vera staðsettann í Miðhrauni í Garðabæ. Ég þangað og keyrði fram og til baka en fann ekkert. Fór þá inn í 66 norður og stúlka þar sagði mér að hún hefði lent í þessu sama, að leita en fann ekki og hún hafði komist að því að þeir væru ekki lengur í Miðhrauninu, en þeir væru ennþá í Firðinum og Smáralindinni. Frábær þjónustulund á þessum bænum. Ég hringdi þá í 118 og bað þá um að gefa mér samband við Farsímalagerinn en obbobobb,,, síminn lokaður hjá þeim GetLost

Glætan að ég nenni að púkka upp á svona lið. Uppfæra ekki heimasíðuna sína og síminn lokaður hjá þeim!!! Hvurslags andsk... bjánaskapur er þetta? Ég þoli ekki svona. Enda ákvað ég að eltast ekki við þá meir og fór í Vodafone. Mjög ánægð með þjónustuna þar Happy

 

Annars ætla ég að njóta þess að eiga frídag á morgun og þvo þvott. Það er náttúrulega alveg ótrúlega gaman. Ég elska að þvo. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oddrúnin

Höfundur

Oddrún
Oddrún
Jammm. Hér er ég.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Siggi obbolega alfarlegur með húfuna góðu
  • Oddrún og Soffía að krumpast
  • Soffía að krumpast
  • Oddrúnin að bíða eftir matnum
  • Ísak að krumpast með húfuna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband