9.1.2008 | 23:06
Jesus christ superstar
Mig langar mikið að fara. Er mjög dugleg að fara á þá tónleika sem mig langar að fara á og það skiptir mig engu hvað kostar á þá, en því miður er ég ekki eins dugleg að fara í leikhús. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í leikhús á súperstar eða á tónleika með Þursaflokknum,,, mundi svo eftir því að ég er búin að kaupa mér miða á Þursaflokkinn svo ég er að spá í að skella mér bara líka á súperstar. Langar mikið að sjá Krumma sem jesú en langar mest að sjá hann Bjarna minn sem Pétur.
Annars er ég búin að vera á þú-túbu núna í mest allt kvöld að skoða mismunandi útgáfur af súperstar. Margar skondnar en mest var ég þó að bera saman gömlu góðu myndina frá 1973 og nýrri Áströlsku útgáfuna frá árinu 2000. Einnig var ég að bera saman jesú sjálfan frá '73, 2000 og Ian Gillan jesúinn. Besta lagið fyrir þennan samanburð er að mínu mati Gethsemane en þar syngur jesú svo fallega upp í rassgatið.
Ég er buin að ákveða hvað mér finnst best...
Hvað finnst ykkur, endilega tjáið ykkur um þetta.
bleble, Oddrúnin
Um bloggið
Oddrúnin
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á nú svolítið erfitt með að velja milli Ted og Ians en þessi Glenn er algjörlega úti á túni.... lítur út eins og einhver fígúra í þýskri hommaklámmynd... :)
Ernus Maximus, 10.1.2008 kl. 20:33
Veistu Glenn skánast þegar mar lokar augunum... en hann er samt úti á túni og ef hann hefur ekki leikið í þýskri hommaklámmynd þá allavega venjulegri þýskri klámmynd,,, með plusssófa, vondri lýsingu og ennþá vondari tónlist
Oddrún , 10.1.2008 kl. 21:38
Já, þú segir nokkuð. En eftir nánari hlustun þá er ég bara rosalega hrifin af manninum úr myndinni. Enda á ég diskinn og verð sko aldrei þreytt á þessu. Annað er með tónlist úr myndinni Hair. Ég á disk með útfærslu frá ensku leikhúsi og það er bara miklu hrárra og betra. :)
Ernus Maximus (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.