1.12.2008 | 21:41
Þetta líst mér á
Ég vil sjá öfluga vinstri stjórn og kosningar í vor. Vinstri grænir eru á hraðri uppleið og þetta er bara byrjunin, ég er handviss um það. Þjóðin er búin að fá upp í kok af þessu rugli og vill breytt og bætt þjóðfélag. Nú er ég hamingjusöm
VG stærsti flokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Oddrúnin
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég stór efast um að þessi könnun hafi verið unnin á marktækan hátt. Að VG fái 32%? Í hvað er þessi þjóð að breytast? VG hefur ekki komið með eina einustu lausn á okkar vanda nú, hefur bara staðið gjammandi á hliðarlínunni eins og reyndar alltaf. Það sem verra er - það hlakkar í þeim yfir ástandinu.
Mesta furða að Sjálfstæðisflokkurinn skuli þó ná 21% miðað við stífnina og hrokann þar á bæ. Öll pólítík flokksins síðustu tvo áratugina farin í vaskinn. Nánast hið fullkomna skipbrot. Þeir fara niður í 13-15% á komandi vikum og munu berjast um á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir kosningar. Samfylkingin ein ræður því nú hvenær kosið verður. Kjósum síðsumars 2009.
Björn Birgisson, 1.12.2008 kl. 21:48
Hvaða ,,lausn" þarf VG að leggja fram til að BB og félagar geti kallað hana lausn? Skemmtilegt þetta lausnakjaftæði hjá hægrigöltunum, eða hitt þá heldur ...
Jóhannes Ragnarsson, 1.12.2008 kl. 22:04
Jóhannes Ragnarsson er a.m.k. í 40 ára fýlu, ef ekki ævilangri. Ef ég er skyndilega orðinn hægri göltur að hans mati, af því að mér líst illa á VG, þá verður hann að eiga þá skilgreiningu við sig. Pólitískur viðbjóður okkar tíma kristallast í tvennu: Kommúnisma og fasisma. Ég tilheyri hvorugu. Veit ekki með Jóhannes.
Björn Birgisson, 1.12.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.