23.11.2008 | 00:53
Mótmæli.
Ég komst ekki á mótmælin í dag því ég sat heima með gubbupest og höfuðverk. Ég var næstum því dáin og losaði mig við nokkur kíló í fáum gusum. Annars sendi ég hana Ólöfu mína í minn stað og stóð hún sig með prýði við hlið ömmu sinnar og afa og hélt á skilti. Hefur sjálfsagt samþykkt þennan ráðhag vegna þess að annars hefði hún ekki fengið að velja sér bláa málningu á vegginn sinn... það er verið að "gelgja upp" herbergið hennar fyrir fermingu. Ég fékk enga gelgjun á mitt herbergi á sínum tíma, enda fermdist ég ekki og er ennþá mjög stolt af mér
En mikið var ég ánægð að sjá svo mótmælin á stöð 2. Gat þá fylgst með öllu og var agalega ánægð. Ég mæti þó pottþétt næsta laugardag... með skiltið góða.
Ég mótmælti samt helling í dag. ég mótmælti gubbupestinni herfilega og höfuðverknum skelfilega... Svo mótmælti ég þjóðfélagsástandinu í huganum frá 3-4.
Um bloggið
Oddrúnin
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.