Árshátíð

Árshátíðir vinnustaða eru einu sinni á ári og þá er engu til sparað. Yfirleitt er nú ekki ódýrt á árshátíðir, það er að segja ef þær eiga að vera flottar. Árshátíðin okkar hljómaði nú alveg sérstaklega vel. Við gátum valið um lambasteik eða humarveislu og ég valdi mér humarveislu. Árshátíðin var haldin í draugasetrinu á Stokkseyri og allt var þetta nú farið að hljóma ævintýralega skemmtilegt. Flottir happdrættisvinningar, spennandi staðsetning og ljúffengur matur í hópi frábærs fólks... gerist það nokkuð betra???

Það er auðvitað sitthvað sem getur farið úrskeiðis. Rútan lagði nú heldur seinna af stað en áætlað ver, en það getur nú alltaf gerst. Fólk skemmti sér í rútunni og ég er nú ekki þekkt fyrir að vera fúl á móti en þegar fólk er orðið það drukkið í rútunni að það getur ekki talað án þess að ÖSKRA eða enn verra GARGA, þá er mér ekki skemmt, sérstaklega þegar ég hugsa til þess að kvöldið er rétt að byrja og fólk á eftir að borða. Og hvað er málið með að þurfa að stoppa til að pissa 5 mínútum áður en við erum komin á áfangastað??? Halló!!! Hálf rútan tæmdist, sumir að pissa og aðrir að REYKJA!! Við vorum alveg að vera komin og það fóru 2 rútur framhjá okkur á á meðan fólk pissaði eða reykti. fáránlegt. Ég slapp þó ósködduð frá rútuferðinni fyrir utan smá höfuðverk sem fór svo að ágerast eftir sem leið á kvöldið.

Þegar á staðinn var komið klöngruðumst við upp eitthvert stigahelvíti og komum þá inn í sal sem var dekkaður borðum og plast garðstólum ... ó já, og svo þröngt á milli borða að verulega erfitt var að troðast á milli. Við gátum svo byrjað að fá okkur súpu klukkutíma eftir að súpan var komin á borðið því fólk var svo út um allt að engin leið var að finna út hvar væru laus sæti fyrir þá sem komu með síðustu rútunni. Þá var súpan orðin köld. Humarinn kom svo á borð eitthvað að nálgast ellefu og þá var fólk orðið svo gráðugt að maður hrúgaði á diskinn svo miklu að erfitt var að halda jafnvægi á leið aftur í sætið. Humarinn var góður en meðlætið sorglegt,,, þar sem það var búið þegar að mér kom að fá mér á diskinn. 

Lætin þarna inni voru svo mikil að mér leið eins og ég væri stödd inni í fuglabjargi með 17 míkrófóna.. ég var að ærast. Hver keppti við þann næsta að láta sem mest í sér heyra og afleiðingin var sú að enginn heyrði neitt,, nema hávaða, læti og skvaldur. Ég var þó heppin með sessunauta og sat með einstaklega skemmtilegu fólki, enda var ég búin að panta það Tounge

Þegar hljómsveitin byrjaði svo loksins að spila varð mér allri lokið... leim hljómsveit sem kunni ekki lögin sem þau spiluðu. JAKKK. Ég hafði það af að dansa við tvö og hálft lag svo hljóp ég út og náði fyrstu rútu heim sem fór 1 min fyrir 1.

Í dag verð ég að jafna mig eftir herlegheitin... Við sjáum nú alveg til hvort ég fari á næsta ári. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ææ, ekki hljómar þetta nú vel, líklega þess vegna sem ég er ekki alveg til í árshátíðarrútur ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.11.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað er þetta Oddrún ég skemmti mér ágætlega og kom heim með síðustu rútu. Viðurkenni að það voru plaststólar. Og að maturinn hefði mátt vera fyrr. Hann var ekki búinn fyrr en um rúmlega 23 minnir mig. En þetta fór fyrst að verða skemmtilegt þegar fór að fækka í salnum. Mikið dansað og mikið drukkið. Komum svo í bæinn í þoku sem var í stíl við staðinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.11.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Oddrún

Ok, ok, maður á kannski ekki að blogga fyrr en manni er runnin reiðin,, var pínu fúl þegar ég skrifaði þetta. Hefði kannski átt að gefa þessu séns. En rútu fer ég ekki aftur með á árshátíð... það er ALVEG á tæru

Oddrún , 19.11.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Oddrúnin

Höfundur

Oddrún
Oddrún
Jammm. Hér er ég.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Siggi obbolega alfarlegur með húfuna góðu
  • Oddrún og Soffía að krumpast
  • Soffía að krumpast
  • Oddrúnin að bíða eftir matnum
  • Ísak að krumpast með húfuna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband