9.8.2008 | 21:27
Wonderful tonight
Tónleikarnir voru fínir fyrir utan það að maður þurfti að standa allann tímann. Ég mun seint skilja þessa áráttu íslendinga að láta fólk standa á svona löngum tónleikum og ég tala nú ekki um að láta mann borga meira fyrir það eitt að vera nær sviðinu en þurfa samt að standa. Fyrri hluti tónleikanna fór í að kynna nýju plötuna, sá partur átti nú frekar heima á huggulegum blúsbar. Seinni hlutinn var miklu betri og þá fékk maður útrás fyrir söng og dill þörfinni. Það var krúttlegt að sjá þegar hann söng Wonderful tonight að þá tóku 90% karlmanna utan um konur sínar og knúsuðu þær... allir nema pabbi sem virtist snúa baki í mömmu þegar þetta lag kom. Ég minntist á þetta við hann eftir tónleikanna að þetta hefði verið frekar púkó en þá benti Björg systir mér á að hann hefði nú knúsað hana og kysst alveg fullt þó þetta tiltekna lag hefði sloppið knúslaust í gegn. Honum er þá fyrirgefið en lagið verður að fá að fylgja færslunni. Enda undurfagur texti.
Um bloggið
Oddrúnin
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.