28.9.2007 | 09:53
Sjúkir neytendur
Mér finnst svo óforskammað hvað bankarnir eiga rassgatið á þorra landsmanna. Þetta er svo óeðlilegt og ég geri hvað sem ég get til að taka ekki þátt í þessari vitleysu. Hugsið ykkur bilunina, í hvert skipti sem þið notið debetkortið ykkar er skráð hvað þið voruð að kaupa og hvenær. Mér líst ekkert á þetta.
Mér finnst líka slæmt að vita til þess að dóttir mín getur fengið debetkort, þá getur bankinn farið að skrá hennar ferðir og eyðslu líka. Hún er 12 ára og ég er búin að segja henni það að hún fái ekki debetkort. Að sjálfsögðu er ég eina mamman í heiminum sem er svona leiðinleg
En ekki sleppur maður. Ég er með lán hjá íbúðalánasjóði og án þess hefði ég ekki getað keypt íbúðina mína. Ég er líka með námslán, því án þess hefði ég ekki getað klárað skólann. Og ég er með debetkort,,, en ég er ekki með heimild og neita að fá mér hana. Ég fékk líka undarlegt augnaráð þegar ég fór í bankann og bað um að kortinu yrði breytt í síhringikort, þau fara víst í taugarnar á fólki þegar mikið álag er á kerfinu og biðin við kassan í Bónus getur orðið ansi löng. Mér er sama, ég fer þó síður yfir á kortinu. Ég er ekki með eitt einasta neyslulán og kaupi mér ekkert nema ég hafi efni á því, ég safna mér fyrir því sem mig langar í.
Bankarnir græða því ekki mikið á mér
Ég tók hinsvegar vel eftir þeim í skólanum og Landsbankinn borgaði einhvern tíma fyrir nemendafélagið grillveislu og bjór eina Laugarvatnsferðina... pínu spes
Bankarnir berjast um nemendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Oddrúnin
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu, ég er líka mamman sem ekki leyfir debetkort . Finnst þér ekki líka skrýtið að þú færð betir kjör hjá tryggingafélaginu þínu ef þú ert með viðskipti í "réttum" banka?
Helga Aðalsteinsdóttir, 28.9.2007 kl. 10:00
heyr heyr!!
Guðmundur (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.