Jólin...

... koma víst líka í kreppu. Við verðum 20 stykki hjá mömmu og pabba á aðfangadagskvöld og ég get ekki beðið. Ég hlakka mikið til. En í öllum undirbúningnum fyrir jólin hef ég ekki komist í laugardagsmótmælin mín. Fer nú alveg pottþétt næsta laugardag. Enda er þetta að verða hefð, eins og sunnudags-ísbíltúrar þegar ég var lítil Wink

Þetta líst mér á

Ég vil sjá öfluga vinstri stjórn og kosningar í vor. Vinstri grænir eru á hraðri uppleið og þetta er bara byrjunin, ég er handviss um það. Þjóðin er búin að fá upp í kok af þessu rugli og vill breytt og bætt þjóðfélag. Nú er ég hamingjusöm LoL
mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli.

Ég komst ekki á mótmælin í dag því ég sat heima með gubbupest og höfuðverk. Ég var næstum því dáin og losaði mig við nokkur kíló í fáum gusum. Annars sendi ég hana Ólöfu mína í minn stað og stóð hún sig með prýði við hlið ömmu sinnar og afa og hélt á skilti. Hefur sjálfsagt samþykkt þennan ráðhag vegna þess að annars hefði hún ekki fengið að velja sér bláa málningu á vegginn sinn... það er verið að "gelgja upp" herbergið hennar fyrir fermingu. Ég fékk enga gelgjun á mitt herbergi á sínum tíma, enda fermdist ég ekki og er ennþá mjög stolt af mér Tounge

En mikið var ég ánægð að sjá svo mótmælin á stöð 2. Gat þá fylgst með öllu og var agalega ánægð. Ég mæti þó pottþétt næsta laugardag... með skiltið góða.

Ég mótmælti samt helling í dag. ég mótmælti gubbupestinni herfilega og höfuðverknum skelfilega... Svo mótmælti ég þjóðfélagsástandinu í huganum frá 3-4.


Komin út úr skápnum...

Nenni ekki að standa í því að fela þetta lengur... Ég er búin að vera að hlusta á jólalög núna í rúman mánuð OG ætla að byrja að skreyta á morgun. Alveg búin að fá nóg af því að fela þetta. Ég er jólabarn dauðans og ég held það komi ALDREI til með að breytast LoL

Árshátíð

Árshátíðir vinnustaða eru einu sinni á ári og þá er engu til sparað. Yfirleitt er nú ekki ódýrt á árshátíðir, það er að segja ef þær eiga að vera flottar. Árshátíðin okkar hljómaði nú alveg sérstaklega vel. Við gátum valið um lambasteik eða humarveislu og ég valdi mér humarveislu. Árshátíðin var haldin í draugasetrinu á Stokkseyri og allt var þetta nú farið að hljóma ævintýralega skemmtilegt. Flottir happdrættisvinningar, spennandi staðsetning og ljúffengur matur í hópi frábærs fólks... gerist það nokkuð betra???

Það er auðvitað sitthvað sem getur farið úrskeiðis. Rútan lagði nú heldur seinna af stað en áætlað ver, en það getur nú alltaf gerst. Fólk skemmti sér í rútunni og ég er nú ekki þekkt fyrir að vera fúl á móti en þegar fólk er orðið það drukkið í rútunni að það getur ekki talað án þess að ÖSKRA eða enn verra GARGA, þá er mér ekki skemmt, sérstaklega þegar ég hugsa til þess að kvöldið er rétt að byrja og fólk á eftir að borða. Og hvað er málið með að þurfa að stoppa til að pissa 5 mínútum áður en við erum komin á áfangastað??? Halló!!! Hálf rútan tæmdist, sumir að pissa og aðrir að REYKJA!! Við vorum alveg að vera komin og það fóru 2 rútur framhjá okkur á á meðan fólk pissaði eða reykti. fáránlegt. Ég slapp þó ósködduð frá rútuferðinni fyrir utan smá höfuðverk sem fór svo að ágerast eftir sem leið á kvöldið.

Þegar á staðinn var komið klöngruðumst við upp eitthvert stigahelvíti og komum þá inn í sal sem var dekkaður borðum og plast garðstólum ... ó já, og svo þröngt á milli borða að verulega erfitt var að troðast á milli. Við gátum svo byrjað að fá okkur súpu klukkutíma eftir að súpan var komin á borðið því fólk var svo út um allt að engin leið var að finna út hvar væru laus sæti fyrir þá sem komu með síðustu rútunni. Þá var súpan orðin köld. Humarinn kom svo á borð eitthvað að nálgast ellefu og þá var fólk orðið svo gráðugt að maður hrúgaði á diskinn svo miklu að erfitt var að halda jafnvægi á leið aftur í sætið. Humarinn var góður en meðlætið sorglegt,,, þar sem það var búið þegar að mér kom að fá mér á diskinn. 

Lætin þarna inni voru svo mikil að mér leið eins og ég væri stödd inni í fuglabjargi með 17 míkrófóna.. ég var að ærast. Hver keppti við þann næsta að láta sem mest í sér heyra og afleiðingin var sú að enginn heyrði neitt,, nema hávaða, læti og skvaldur. Ég var þó heppin með sessunauta og sat með einstaklega skemmtilegu fólki, enda var ég búin að panta það Tounge

Þegar hljómsveitin byrjaði svo loksins að spila varð mér allri lokið... leim hljómsveit sem kunni ekki lögin sem þau spiluðu. JAKKK. Ég hafði það af að dansa við tvö og hálft lag svo hljóp ég út og náði fyrstu rútu heim sem fór 1 min fyrir 1.

Í dag verð ég að jafna mig eftir herlegheitin... Við sjáum nú alveg til hvort ég fari á næsta ári. 


Andvaka

Ég er búin að vera andvaka síðan klukkan 4 í nótt... Ég held ég sé ekkert á leiðinni að fara að sofa alveg strax Errm

Vona nú samt að ég nái eitthvað að hvíla mig fyrir árshátíðina í kvöld en ég er voða spennt. Hún verður haldin í Draugasetrinu á Stokkseyri... spennó W00t


Zeitgeist

Horfðu á þetta

Reðurstærð

Það er nú meira hvað fólk sem ég þekki ekki í útlöndum hefur miklar áhyggjur af því að ég sé með lítið typpi... Ég ætti nú kannski að fara að svara þessu fólki og segja þeim að ég sé stelpa.

Í ljósi kreppu

Ég ætla mér ekki að tjá mig um kreppuna né neitt sem henni tengist... ekki strax allavega. Mig langaði bara að deila með ykkur dásamlegu lagi sem ég er búin að vera með á heilanum í einhvern tíma og ég held að við höfum öll gott af að raula þessa dagana.

 

Njótið elskurnar.


Jólasnjór

Mér finnst þetta dásamlegt... sjáiði snjóinn?

Ég er að lufsast í veikindum hérna heima og vorkenni sjálfri mér auðvita alveg voðalega. En ég komst í jólaskap þegar ég leit út um gluggann áðan,,, og sá bílaröðina renna ýmist til hægri eða vinstri að reyna að komast upp Suðurbrautina LoL

En ég er komin í jólaskap. Var að frétta það að ríkið ætli að hækka allt áfengi upp úr öllu valdi núna um miðjan mánuðinn svo nú er um að gera að fara að kaupa jólavínið, það ætla ég að gera.

Svo er hérna eitt lítið sætt lag í tilefni snjókomunar.

 

 

Mér finnst svo dásamlega hallærislegt þegar fólk er að föndra við að búa til myndbönd við uppáhöldslögin sín heima...


Næsta síða »

Um bloggið

Oddrúnin

Höfundur

Oddrún
Oddrún
Jammm. Hér er ég.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Siggi obbolega alfarlegur með húfuna góðu
  • Oddrún og Soffía að krumpast
  • Soffía að krumpast
  • Oddrúnin að bíða eftir matnum
  • Ísak að krumpast með húfuna

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband